Heimsfrægur á Íslandi eftir símtal í Hvíta húsið Breki Logason skrifar 6. desember 2007 14:56 Vífill Atlason er ánægður með athyglina sem hann hefur fengið í kjölfar símtals í Hvíta húsið. "Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu." Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
"Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu."
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira