Fótbolti

Beckham tók rétta ákvörðun

Koma David Beckham til Bandaríkjanna, hvort sem það verður í sumar eða á næstu dögum, hefur vakið gríðarlega athygli.
Koma David Beckham til Bandaríkjanna, hvort sem það verður í sumar eða á næstu dögum, hefur vakið gríðarlega athygli. MYND/AFP

Nick Webster, helsti knattspyrnusérfræðingur FOX-íþróttastöðvarinnar í Bandaríkjunum, skrifar áhugaverðan pistil í dag um komu David Beckham til landsins. Þvert á skoðanir flestra aðra telur Webster að Beckham hafi tekið hárrétta ákvörðun. Og rökin sem hann gefur fyrir því eru býsna góð.

Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, gekk einna harðast fram í gagnrýninni á Beckham í pistli sem hann skrifaði fyrir Daily Mail í Bretlandi í gær. Þar sagði hann Beckham metnaðarlausa og lystarlausa fyrrum stjörnu sem ætlaði sér að græða sem mest á meðan ferillinn fjaraði út.

Webster tekur annan pól í hæðina og nefnir nokkrar ástæður sem hann segist efast um að nokkur knattspyrnumaður hefði snúið bakinu við. Þær eru:

- Að græða nálægt einni milljón dollara á viku

- Að verða stærsta stjarnan í amerískum fótbolta og einn allra áhrifamesti íþróttamaður Bandaríkjanna.

- Að verða sendiherra stærstu íþróttar heims í stærsta landinu sem íþróttin hefur ekki náð fullri útbreiðslu og vinsældum.

- Að búa og lifa í einni vinsælustu borg heims þar sem veðrið er gott allt árið um kring.

- Að gerast hetja og fyrirmynd milljónir ungbarna í Bandaríkjunum.

- Að djamma með Tom Cruise og Katie Holmes aðra hverja helgi.

Pistilinn má annars lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×