Enski boltinn

Allardyce: Hvað er málið með Nolan?

Kevin Nolan er lykilmaður og fyrirliði eins besta liðs Englands en kemst samt sem áður ekki í enska landsliðið.
Kevin Nolan er lykilmaður og fyrirliði eins besta liðs Englands en kemst samt sem áður ekki í enska landsliðið. MYND/Getty

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, skilur ekki af hverju fyrirlið liðs síns, Kevin Nolan, sé sífellt skilinn eftir utan enska landsliðsins. Allardyce telur að með sama áframhaldi sjái Nolan sér ekki annað fært en að fara til stærra félags í Englandi.

"Kevin gengur undir gælunafninu "Herra stöðugleiki" í okkar liði. Hann er fyrirliði liðsins vegna þess," segir Allardyce, en Nolan hefur líklega aldrei leikið betur en á þessari leiktíð og átt einna stærstan þátt í að Bolton sigur nú í 5. sæti deildarinnar. Sem fyrr hlýtur hins vegar ekki náð fyrir landsliðsþjálfara Englands og skilur Allardyce ekki hvernig leikmenn á borð við Scott Parker, Jermaine Jenas, Stuart Downing, Nigel Reo-Coker og Joey Barton séu teknir fram yfir fyrirliða sinn.

"Lið þessara leikmanna hafa ekki spilað eins vel og Bolton og Nolan hefur spilað betur en flestir þessir leikmenn. Síðustu þrjú ár hefur hann verið frábær, skorað mikið af mörkum og leitt liðið í Evrópukeppni. En samt gerist ekkert."

Allardyce hefur á tilfinningunni að ástandið verði sífellt hættulegra fyrir félagið. "Það yrði hrikalegt fyrir Bolton að missa Nolan en ef þetta heldur áfram á hann kannski ekki annara kosta völ. Hann fer þá að hugsa um hvort hann sé í of litlu liði til að komast í landsliðið og biður um að fá að fara til stærra liðs," segir Allardyce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×