Fótbolti

Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla

Iker Casillas, markvörður Real Madrid.
Iker Casillas, markvörður Real Madrid. MYND/Getty

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp.

"Þessi umfjöllun um Barcelona fær mig til að hlæja. Ef þessi staða hjá Barcelona er flokkuð sem krísa þá eigum við hjá Real Madrid í ótrúlegum vandræðum," sagði Casillas og gerði þannig grín að gagnrýninni sem Real Madrid, og ekki síst stjórinn Fabio Capello, hafa fengið á síðustu vikum.

"Öll lið á Spáni glíma við ákveðin vandamál í búningsklefanum sem fjölmiðlar vita ekki um. Þetta er daglegt brauð og er oftast mjög lítilvægt. En að því að þetta er Ronaldinho og Barcelona þá er þetta algjör krísa. Fyrir mér er þetta algjör della hjá ykkur," sagði Casillas við spænska fjölmiðla í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×