Enski boltinn

Mourinho: England er best í heimi

Jose Mourinho hefur ekki verið feiminn við að tjá sig við fjölmiðla í Englandi síðustu daga.
Jose Mourinho hefur ekki verið feiminn við að tjá sig við fjölmiðla í Englandi síðustu daga. MYND/Getty

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki í vafa um að England sé helsta knattspyrnuland heims og þar langi honum þess vegna helst að vera sem allra lengst. Mourinho segir andrúmsloftið í kringum fótboltann á Englandi vera einstakt.

Mourinho lét þessi ummæli falla í framhaldi af endalausum vangaveltum um að hann kunni að vera á förum frá Chelsea í sumar. Mourinho sagði í gær að hann myndi aldrei yfirgefa Chelsea; eina leiðin fyrir félagið að losna við sig væri með því að reka sig.

"Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir mig að undanförnu. En um leið hef ég aldrei fundið eins mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig, leikmönnum og stuðningsmönnum. Það er mikil ást fyrir hendi og þetta fólk vill að ég haldi áfram með liðið. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkri tilfinningu," sagði Mourinho einlægur í samtali við breska fjölmiðla í gær.

"Minni ákvörðun (um að yfirgefa aldrei Chelsea) verður ekki haggað. Nú er ég endanlega sannfærður um að það er rétt sem ég hef haldið fram í langan tíma - England er besta knattspyrnulandið. Það er ekki bara vegna þess að ensk lið komast alltaf langt í Meistaradeildinni, það er allur pakkinn; áhorfendurnir, andrúmsloftið og sú staðreynd að það er alltaf uppselt á alla leiki. Það er einstakt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×