Enski boltinn

West Ham heillum horfið gegn Charlton

Það blæs ekki byrlega fyrir Íslendingaliðið West Ham í viðureign liðsins gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0, heimamönnum í Charlton í vil. Verði þetta úrslitin mun Charlton komast upp fyrir West Ham á stigatöflunni og skilja Eggert Magnússon og lærisveina hans eftir í 19. og næst síðasta sæti deildarinnar.

Darren Ambrose, Jerome Thomas og Darren Bent hafa skorað mörk Charlton í leiknum.

Robbie Fowler hefur skorað bæði mörk Liverpool gegn Sheffield United á Anfield og komu þau bæði úr vítaspyrnum.

Reading er undir 1-0 gegn Middlesbrough en í leik Watford og Everton er ennþá markalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×