Enski boltinn

Mourinho spilar fótbolta með syni sínum og vinum hans

Jose Mourinho sést hér mæta með syni sínum á frumsýningu kvikmyndarinnar "The Incredibels" í London á síðasta ári.
Jose Mourinho sést hér mæta með syni sínum á frumsýningu kvikmyndarinnar "The Incredibels" í London á síðasta ári. MYND/Getty

Það skemmtilegasta sem Jose Mourinho gerir er ekki að vinna titla með Chelsea. Hann fær mesta ánægju af því að spila fótbolta með syni sínum og vinum hans, en það gera þeir vikulega á heimili portúgölsku fjölskyldunnar í London. Skemmst er frá því að segja að sonurinn vill ekki vera með pabba sínum í liði.

Mourinho útskýrði leikinn fyrir enskum blaðamönnum í gær en sonur hans er átta ára gamall og hefur aðlagast lífinu í Englandi afar vel, að sögn portúgalska þjálfarans.

"Á hverjum föstudegi kemur strákurinn heim úr skólanum með öllum hinum bekkjarfélögum sínum. Þeir eru aðeins sjö talsins og þurfa því einn til viðbótar til að geta spilað fjórir á fjóra. Þess vegna spila ég alltaf með þeim. Ég reyni að spila upp á jafntefli því þá verða allir ánægðir. Það er æðislegt," segir Mourinho en hann á auk þess 10 ára gamla dóttur.

"Sonur minn vill ekki spila með mér í liði, hann vill alltaf vera á móti mér. Við spilum þangað til að þeir geta ekki meir - þá fara þeir upp og spila Play Station þar til fjölskyldur strákanna koma og sækja þá. Lífið gerist ekki betra en þetta," bætti Mourinho við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×