Enski boltinn

Mourinho sleppur við refsingu

Jose Mourinho segist vera tilfinningaríkur maður.
Jose Mourinho segist vera tilfinningaríkur maður. MYND/Getty

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sleppur við ákæru frá enska knattspyrnusambandinu þrátt fyrir að hafa kallað Mike Riley, dómara leiks Chelsea og Tottenham í bikarnum í gær, það sem á góðri íslensku myndi þýðast sem "tíkarsonur". Riley minntist ekki á atvikið í skýrslu sinni og Mourinho segist ekkert hafa meint með orðum sínum.

"Við höfum rætt við dómarann og hann hefur staðfest að þessi meintu ummæli eru ekkert til að gera mál úr," sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í dag.

Mourinho sjálfur, sem sagður er hafa kallað "filho de puta" í átt að Riley, segir að þetta sé eitthvað sem hann kallar mörgum sinnum í hverjum leik. "Ég meina ekkert með því þegar ég segi þetta. Þetta er eins og hvert annað blót út í loftið. Ég segi þetta 50 sinnum í leik og 50 sinnum á æfingu. Ég er ekki að reyna að móðga neinn þegar ég segi þetta. Ég er bara að sýna tilfinningar og nota svona orðbragð þegar ég er ekki ánægður," segir Mourinho.

Þess ber að geta að þegar Mourinho heyrðist nota orðatiltækið var staðan 3-1 fyrir Tottenham. Chelsea jafnaði leikinn 3-3 og tryggði sér annan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×