Buffett ekki lengur næstríkastur 15. apríl 2007 09:30 Carlos Slim, sem breska dagblaðið Guardian segir að sé orðinn næstríkasti maður í heimi. Mynd/AFP Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira