Viðskipti erlent

Grænna epli lofað

Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur kynnt nýja umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur kynnt nýja umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Apple bregst við gagnrýni frá umhverfissinnum. Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni bæta umhverfisstefnu sína á næstunni. Ætlunin sé að fjarlægja eitruð efni úr tækjum frá Apple, þar á meðal Mac-tölvunum, iPod og MP3-spilurum.

Einnig á að auka endurvinnslu eldri framleiðsluvara. Jobs tók fram að Apple myndi hætta að nota arsenik í tæki sín í lok árs 2008, þá ætti að hætta notkun kvikasilfurs í skjái og nota þess í stað LED-skjái en fyrsta Mac-tölvan með LED-tækni verður sett á markað síðar í ár.

Umhverfisverndarsamtök, líkt og Greenpeace, hafa beint spjótum sínum að Apple í baráttu sinni við að fá tæknifyrirtæki til að minnka notkun eitraðra efna í framleiðslu sinni. Baráttan hefur greinlega haft einhver áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×