Sködduð mæna löguð með nanótækni 9. maí 2007 17:00 Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. MYND/gettyimages Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. Tæknin getur mögulega læknað Parkinsons og Alzheimer. Nanótækni felst í mótun smæstu eininga lífsins, sjálfum sameindunum sem liggja að grunni allra efnasambanda. Þessi tækni hefur nú þegar gert vísindamönnum kleift að búa til efni sem ekkert festist við og föt sem ekki verða óhrein. Nú er farið að beita tækninni til að örva líkamann til að lækna sig sjálfur. Læknateymi dr. Samuels I. Stupp, stjórnanda Lífnanótæknistofnunar Northwesternháskólans í Bandaríkjunum, hefur tekist að gera við skaddaða mænu í tilraunamúsum. Mýsnar höfðu misst hreyfimátt afturlima, en sex vikum eftir nanómeðferð gátu þær notað limina á eðlilegan hátt. Þetta vekur vonir um að hægt verði að nota aðferðina til að laga skaddaða mænu, hjörtu, lifur og jafnvel heila í mönnum. Aðferðin felst í notkun örþunnra nanótrefja sem sprautað er á þann stað sem hefur orðið fyrir skemmdum. Trefjarnar hindra bæði myndun örvefjar og örva nærliggjandi frumur til að hefja uppbyggingu og endurnýjun. Samkvæmt dr. Stupp væri hægt að búa til mismunandi trefjar fyrir hvern og einn sjúkling sem myndu taka mið af þörfum viðkomandi sjúklings. Ef svo fer sem horfir gæti þarna verið komin lækning við mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal Parkinsons og Alzheimer, en trefjarnar gætu hugsanlega bætt skaða á mikilvægum taugafrumum í heila, rétt eins og þeir virðast gera í mænu. Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. Tæknin getur mögulega læknað Parkinsons og Alzheimer. Nanótækni felst í mótun smæstu eininga lífsins, sjálfum sameindunum sem liggja að grunni allra efnasambanda. Þessi tækni hefur nú þegar gert vísindamönnum kleift að búa til efni sem ekkert festist við og föt sem ekki verða óhrein. Nú er farið að beita tækninni til að örva líkamann til að lækna sig sjálfur. Læknateymi dr. Samuels I. Stupp, stjórnanda Lífnanótæknistofnunar Northwesternháskólans í Bandaríkjunum, hefur tekist að gera við skaddaða mænu í tilraunamúsum. Mýsnar höfðu misst hreyfimátt afturlima, en sex vikum eftir nanómeðferð gátu þær notað limina á eðlilegan hátt. Þetta vekur vonir um að hægt verði að nota aðferðina til að laga skaddaða mænu, hjörtu, lifur og jafnvel heila í mönnum. Aðferðin felst í notkun örþunnra nanótrefja sem sprautað er á þann stað sem hefur orðið fyrir skemmdum. Trefjarnar hindra bæði myndun örvefjar og örva nærliggjandi frumur til að hefja uppbyggingu og endurnýjun. Samkvæmt dr. Stupp væri hægt að búa til mismunandi trefjar fyrir hvern og einn sjúkling sem myndu taka mið af þörfum viðkomandi sjúklings. Ef svo fer sem horfir gæti þarna verið komin lækning við mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal Parkinsons og Alzheimer, en trefjarnar gætu hugsanlega bætt skaða á mikilvægum taugafrumum í heila, rétt eins og þeir virðast gera í mænu.
Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira