Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu og Ásthildur Helgadótir bætti við marki með skalla fyrir hlé. Það var svo Greta Mjöll Samúelsdóttir sem rak smiðshöggið með þriðja markinu stuttu fyrir leikslok.