Erlent

Dregur úr eyðingu skóga Amason

Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Forsetinn segir að stefna ríkisstjórnar sinnar í umhverfismálum hafi stuðlað að þessu.

Nánar til tekið dró úr eyðingunni um 25 prósent milli ágústs 2005 og júlí 2006, samkvæmt mælingunum. Ef satt reynist hefur eyðing Amasonskóganna ekki verið svo lítil síðan árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×