Viðskipti erlent

Risasjónvarp á átta milljónir

Hrafnkell Pálmarsson verslunarstjóri við skjáinn. Á skjánum er Sid, letidýrið úr Ice Age-myndunum, og má vart sjá hvor er stærri.
Hrafnkell Pálmarsson verslunarstjóri við skjáinn. Á skjánum er Sid, letidýrið úr Ice Age-myndunum, og má vart sjá hvor er stærri. MYND/rósa

Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflatskjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur.

„Með þessum skjá geturðu loksins sýnt efni og haldið kynningar í stóru rými þannig að allir sjái vel á skjáinn," segir Hrafnkell Pálmarsson verslunarstjóri. „Ég hef aldrei séð annað eins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×