Innlent

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fundar um helgina

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri. MYND365

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna mun hittast um helgina til að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við sameiningu REI við Geysir Green Energy. Samkvæmt heimildum Vísis eru allir borgarfulltrúar flokksins ósáttir við störf borgarstjóra innan stjórnar OR.

Þeir fulltrúar sem Vísir hefur haft samband við ítreka þó að fullur vilji sé meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks til að sætta þau ólíku sjónarmið sem nú eru uppi.

Aðspurður afhverju borgarfulltrúarnir hefðu ekki hreyft við andmælum þegar ákveðið var að stofna Reykjavík Energy Invest á sínum tíma sagði einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks að menn hefðu einfaldlega sofið á verðinum. Málið hefði ekki verið rætt innan borgarkerfisins og hinir kjörnu fulltrúar hefðu hreinlega ekki áttað sig á hvers konar fyrirtæki REI væri.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×