Fótbolti

Van Basten vill þjálfa félagslið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands.
Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands. Nordic Photos / Getty Images

Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, hefur sagst vilja taka að sér þjálfun félagsliðs eftir að EM í knattspyrnu lýkur næsta sumar.

Van Basten greindi frá því í síðustu viku að hann myndi ekki halda áfram með hollenska landsliðið eftir að EM lýkur.

„Það væri eðlilegt skref fyrir mig að taka að mér þjálfun félagsliðs enda kominn tími á eitthvað annað," sagði van Basten. „Ég hef þó ekki rætt við neinn og gæti vel verið að ég taki mér frí eftir EM."

Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki rætt við neina leikmenn um ákvörðun sína. Aðspurður sagði hann þó að hann teldi að ákvörðun sín myndi engin áhrif hafa á liðið í EM í sumar.

„Strákarnir vilja standa sig vel á mótinu og það vil ég líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×