Innlent

Vilja snjóbyssur í Bláfjöll og Skálafell

Sáralítið hefur verið hægt að skíða í Bláfjöllum undanfarin ár.
Sáralítið hefur verið hægt að skíða í Bláfjöllum undanfarin ár.

Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur um könnun á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó.

Í viðræðum þessum skal skilgreina um staðsetningu slíkrar snjóframleiðslu, gera kostnaðaráætlun um framkvæmdir og rekstur og fjalla um rekstrarkostnað slíkrar veitu. ÍTR vill að fulltrúum skíðafélaga á svæðunum verði gefinn kostur á að taka þátt í umræðum um uppbyggingu á snjóveitu í Bláfjöllum ef til slíkrar framkvæmdar kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×