Elding banaði starfsmanni Lecce

Forráðamenn ítalska knattspyrnuliðsins Lecce hafa farið þess á leit við knattspyrnusambandið að leik liðsins við Cecena í B-deildinni á laugardaginn verði frestað eftir að starfsmaður félagsins lét lífið þegar hann varð fyrir eldingu á æfingasvæði félagsins.