Handboltinn í Evrópu: Mikilvægur sigur hjá GOG Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 18:24 Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG unnu góðan sigur um helgina. Nordic Photos / Bongarts GOG vann í dag eins marks sigur á Århus GF í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu þrjú mörk hver í leiknum fyrir GOG en Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir AGF. Bæði lið voru með nítján stig fyrir leikinn en GOG er nú með 21 stig í öðru sæti deildarinnar og er þremur stigum á eftir toppliði FCK. Skjern vann í dag tveggja marka sigur á Team Tvis, 29-27, í sömu deild. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Skjern er í fimmta sæti deildarinnar, með nítján stig rétt eins og AGF og Kolding. Þýskaland Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem ekki var búið að greina frá á Vísi. Lemgo vann stórsigur á Füchse Berlin, 38-24, og skoraði Logi Geirsson eitt mark í leiknum. Þá tapaði Wilhelmshaven á heimavelli fyrir Magdeburg, 29-23, en Gylfi Gylfason var markahæstur hjá fyrrnefnda liðinu með fimm mörk. Þá vann Balingen sigur á Melsungen, 29-28. Lemgo er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig og Wilhelmshaven í þrettánda sæti með tíu stig. Í norðurriðli 1. deildarinnar spiluðu bæði Íslendingaliðin um helgina. Í gær vann Hannover-Burgdorf eins marks sigur á LHC Cottbus, 30-29. Heiðmar Felixsson skoraði níu mörk fyrir Burgdorf en Heiðmar og félagar voru með sex marka forystu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Elías Már Halldórsson skoraði eitt mark fyrir Empor Rostock sem tapaði á heimavelli fyrir Anhalt Bernburg, 22-19. Elías Már hefur fengið sig lausan undan samningi við Rostock og hættir hjá liðinu um áramótin. Hannover-Burgdorf er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig en Rostock í því tíunda með tólf stig. Spánn Heil umferð fór fram í spnæsku úrvalsdeildinni í gær. Ciudad Real er enn á toppi deildarinnar eftir fimmtán umferðir með eins stigs forystu á Barcelona. Ciudad Real vann í gær átján marka sigur á Algeciras, 47-29. Ólafur Stefánsson var að venju í byrjunarliði Ciudad og skoraði sjö mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. Ademar Leon vann sigur á Cantabria á útivelli, 27-23. Sigfús Sigurðsson náði ekki að koma sér á blað í leiknum. Þá skoraði Árni Þór Sigtryggsson tvö mörk fyrir Granollers sem vann góðan sigur á Antequera, 26-19. Granollers er í ellefta sæti deildarinnar með tíu stig en Ademar Leon í því fjórða með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ciudad Real. Svíþjóð Hreiðar Levý Guðmundsson og félagar í Sävehof töpuðu um helgina óvænt fyrir Skövde á heimavelli, 33-31. Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Hammarby. Hammarby vann einmitt sigur á hinu Íslendingaliðinu í deildinni, HK Malmö, 34-25 á heimavelli eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 18-18. Hvorki Valdimar Þórsson né Guðlaugur Arnarsson komust á blað hjá Malmö sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sextán leiki. Frakkland Bjarni Fritzson skoraði þrjú mörk fyrir St. Raphael sem vann góðan sigur á Paris, 35-30, á heimavelli. USAM Nimes tapaði hins vegar öðrum leiknum í röð án Ragnars Óskarssonar sem er frá vegna meiðsla. Í þetta sinn tapaði liðið fyrir Montpellier, 33-26, á heimavelli. Montpellier er á toppi deildarinnar með 26 stig, USAM Nimes er í því sjöunda með fjórtán stig rétt eins og St. Raphael sem er í áttunda sæti. Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
GOG vann í dag eins marks sigur á Århus GF í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu þrjú mörk hver í leiknum fyrir GOG en Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir AGF. Bæði lið voru með nítján stig fyrir leikinn en GOG er nú með 21 stig í öðru sæti deildarinnar og er þremur stigum á eftir toppliði FCK. Skjern vann í dag tveggja marka sigur á Team Tvis, 29-27, í sömu deild. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Skjern er í fimmta sæti deildarinnar, með nítján stig rétt eins og AGF og Kolding. Þýskaland Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem ekki var búið að greina frá á Vísi. Lemgo vann stórsigur á Füchse Berlin, 38-24, og skoraði Logi Geirsson eitt mark í leiknum. Þá tapaði Wilhelmshaven á heimavelli fyrir Magdeburg, 29-23, en Gylfi Gylfason var markahæstur hjá fyrrnefnda liðinu með fimm mörk. Þá vann Balingen sigur á Melsungen, 29-28. Lemgo er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig og Wilhelmshaven í þrettánda sæti með tíu stig. Í norðurriðli 1. deildarinnar spiluðu bæði Íslendingaliðin um helgina. Í gær vann Hannover-Burgdorf eins marks sigur á LHC Cottbus, 30-29. Heiðmar Felixsson skoraði níu mörk fyrir Burgdorf en Heiðmar og félagar voru með sex marka forystu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Elías Már Halldórsson skoraði eitt mark fyrir Empor Rostock sem tapaði á heimavelli fyrir Anhalt Bernburg, 22-19. Elías Már hefur fengið sig lausan undan samningi við Rostock og hættir hjá liðinu um áramótin. Hannover-Burgdorf er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig en Rostock í því tíunda með tólf stig. Spánn Heil umferð fór fram í spnæsku úrvalsdeildinni í gær. Ciudad Real er enn á toppi deildarinnar eftir fimmtán umferðir með eins stigs forystu á Barcelona. Ciudad Real vann í gær átján marka sigur á Algeciras, 47-29. Ólafur Stefánsson var að venju í byrjunarliði Ciudad og skoraði sjö mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. Ademar Leon vann sigur á Cantabria á útivelli, 27-23. Sigfús Sigurðsson náði ekki að koma sér á blað í leiknum. Þá skoraði Árni Þór Sigtryggsson tvö mörk fyrir Granollers sem vann góðan sigur á Antequera, 26-19. Granollers er í ellefta sæti deildarinnar með tíu stig en Ademar Leon í því fjórða með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ciudad Real. Svíþjóð Hreiðar Levý Guðmundsson og félagar í Sävehof töpuðu um helgina óvænt fyrir Skövde á heimavelli, 33-31. Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Hammarby. Hammarby vann einmitt sigur á hinu Íslendingaliðinu í deildinni, HK Malmö, 34-25 á heimavelli eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 18-18. Hvorki Valdimar Þórsson né Guðlaugur Arnarsson komust á blað hjá Malmö sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sextán leiki. Frakkland Bjarni Fritzson skoraði þrjú mörk fyrir St. Raphael sem vann góðan sigur á Paris, 35-30, á heimavelli. USAM Nimes tapaði hins vegar öðrum leiknum í röð án Ragnars Óskarssonar sem er frá vegna meiðsla. Í þetta sinn tapaði liðið fyrir Montpellier, 33-26, á heimavelli. Montpellier er á toppi deildarinnar með 26 stig, USAM Nimes er í því sjöunda með fjórtán stig rétt eins og St. Raphael sem er í áttunda sæti.
Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira