Innlent

Gengdarlausar lántökur skýra háan kostnað á Íslandi

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur að gegndarlaus eftirspurn almennings eftir lánum skýri af hverju lántökukostnaður sé hærri hér á landi en í grannlöndum. Enginn hvati sé hjá bönkum að lækka þennan kostnað á meðan fólk gæti ekki að sér.

Í fréttum Stövar 2 í gærkvöld var bent á samanburð sem fréttastofa lét gera á kjörum sem veitt eru á lánum hjá Glitni, annars vegar í Noregi og hins vegar á Íslandi. KB banki er einnig með þjónustu utan Íslands, eða í Svíþjóð. Könnunin sýndi að raunvextir á húsnæðslánum, yfirdráttarlánum og skammtímalánum voru mun hærri hjá íslensku útibúum bankanna en norrænu útibúum sömu banka.

Sláandi munur var á lántökukostnaði. Þannig var lántökukostnaður - umfram það sem þarf að greiða til ríkis - tæplega 54 þúsund krónur á tilteknu skammtímaláni hjá Glitni en 4700 hjá sama banka - á samskonar láni - í Svíþjóð.

Pétur Blöndal formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir að rétt hefði verið að skoða lága innlánsvexti í nærrænu ríkjunum líka. En raunvaxtastigið megi einnig skýra í ljósi ofurefirspurnar eftir lánsfé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×