Fótbolti

Rúnar Kristinsson verður til í slaginn í fjórðu umferð

Rúnar Kristinsson var um árabil fyrirliði íslenska landsliðsins
Rúnar Kristinsson var um árabil fyrirliði íslenska landsliðsins fréttablaðið/hilmar þór

Knattspyrnukappinn Rúnar Kristinsson mun að öllum líkindum ekki leika sinn fyrsta leik með KR fyrr en í fjórðu umferð Íslandsmótsins. Þetta segir Jónasar Kristinssonar, formaður KR sport.

Rúnar tilkynnti nýverið að hann myndi hætta í atvinnumennsku í vor og ganga til liðs við sitt gamla félag KR. Hann hefur undanfarin ár leikið með Lokeren í Belgíu. Hann leikur sinn síðasta leik með liðinu um næstu helgi en það bjargaði sér í gær frá því að leika í umspili um tilverurétt sinn í belgísku úrvalsdeildinni.

Rúnar er væntanlegur til Íslands í næstu viku og gengur þá til liðs við KR. Jónas býst þó ekki við að Rúnar slíti sig lausan frá Lokeren og verði löglegur með KR fyrr en í fjórðu umferð Landsbankadeildarinnar þann 28. maí. Þá mætir liðið Víkingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×