Lífið

Brúnn jakki Hönnu Birnu táknar von, segir Sigríður Klingenberg

Sigríður Klingenberg og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Sigríður Klingenberg og Hanna Birna Kristjánsdóttir.

„Jakkinn hennar Hönnu Birnu er framúrstefnulegur og mér líst vel á hann þó þetta sé líklega 18. aldar snið," svarar Sigríður Klingenberg spákona þegar Vísir spyr hana út í brúnan jakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Jakkanum klæddist Hanna þegar hún lýsti yfir samkomulagi um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavíkurborg.

Óskar Bergsson og Hanna Birna í Ráðhúsinu í gærkvöldi. Mynd/ANTON.

Samkvæmt litaspekinni táknar brúni liturinn þægindi, veraldarhyggju, hagkvæmni, hagsýni, íhaldssemi og efnishyggju.

„Þessi jakki hefði kannski hentað betur samvinnu hennar með Ólafi. Liturinn á jakkanum er litur vonarinnar. Ég myndi vilja ráðleggja henni að ganga í ákveðnari og sterkari litum eins og til dæmis appelsínugulum eða grænum jökkum þegar hún sest í borgarstjórastólinn."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.