Pundið að nálgast evruna 29. desember 2008 14:45 Breska sterlingspundið hefur aldrei verið lægra gagnvart evrunni en slæmar efnahagshorfur á Englandi hafa að undanförnu sett aukinn þrýsting á gjaldmiðilinn. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, en eitt pund er nú á við 1,029 evrur og stefnir í að gjalmiðlarnir verði jafnverðmiklir á næstu dögum haldi þróunin áfram. Í endaðan október fengust 1,287 evrur fyrir eitt pund en síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina. Fyrir ári síðan dugði eitt pund fyrir einni og hálfri evru og á hátindi ferils síns árið 2000 var pundið 1,7 evra virði. Að sögn BBC eru tveir undirliggjandi þættir sem eiga sök á því að pundið veikist með degi hverjum. Í fyrsta lagi eru stýrivextir lægri í Bretlandi og því eru fjárfestar heitari fyrir evrunni en pundinu. Sérfræðingar búast við því að kreppan verði dýpri í Bretlandi heldur en almennt á evrusvæðinu sem gæti leitt af sér að Englandsbanki verði að lækka stýrivextina enn meira en í dag eru þeir tvö prósent. Í Evrópu eru stýrivextirnir hins vegar tvö og hálft prósent og hefur Seðlabanki Evrópu gefið það til kynna að vaxtahækkun sé ólíkleg á næsta ári. Í öðru lagi hefur verslun yfir jólahátíðina verið með minnsta móti í Bretlandi þetta árið sem boðar ekki gott fyrir gjaldmiðil drottningar. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska sterlingspundið hefur aldrei verið lægra gagnvart evrunni en slæmar efnahagshorfur á Englandi hafa að undanförnu sett aukinn þrýsting á gjaldmiðilinn. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, en eitt pund er nú á við 1,029 evrur og stefnir í að gjalmiðlarnir verði jafnverðmiklir á næstu dögum haldi þróunin áfram. Í endaðan október fengust 1,287 evrur fyrir eitt pund en síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina. Fyrir ári síðan dugði eitt pund fyrir einni og hálfri evru og á hátindi ferils síns árið 2000 var pundið 1,7 evra virði. Að sögn BBC eru tveir undirliggjandi þættir sem eiga sök á því að pundið veikist með degi hverjum. Í fyrsta lagi eru stýrivextir lægri í Bretlandi og því eru fjárfestar heitari fyrir evrunni en pundinu. Sérfræðingar búast við því að kreppan verði dýpri í Bretlandi heldur en almennt á evrusvæðinu sem gæti leitt af sér að Englandsbanki verði að lækka stýrivextina enn meira en í dag eru þeir tvö prósent. Í Evrópu eru stýrivextirnir hins vegar tvö og hálft prósent og hefur Seðlabanki Evrópu gefið það til kynna að vaxtahækkun sé ólíkleg á næsta ári. Í öðru lagi hefur verslun yfir jólahátíðina verið með minnsta móti í Bretlandi þetta árið sem boðar ekki gott fyrir gjaldmiðil drottningar.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira