Innlent

AGS með fastan fulltrúa á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust.

Tilkynnt var um þetta formlega á fundi sendinefndar AGS með blaðamönnum nú fyrir hádegi en sendinefndin hefur verið hér á landi í vikunni að ræða við stjórnvöld og hagsmunaaðila.

Ekki hefur verið ákveðið hver þetta verður en búist er við að viðkomandi aðili hefji störf í janúar.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×