Fótbolti

Skoskir dómarar í verkfall?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dómarinn Kenny Clark að störfum.
Dómarinn Kenny Clark að störfum.

Óttast er að skoska úrvalsdeildin geti ekki hafist á réttum tíma vegna hugsanlegs verkfalls dómara. Skoska knattspyrnusambandið á enn eftir að ná samningum varðandi laun dómara.

Dómarar funduðu með knattspyrnusambandinu í gær og munu viðræður halda áfram í þessari viku. Samkvæmt heimildarmanni BBC eru líkur á verkfalli verulegar.

Dómarar á Skotlandi fá í dag 90 þúsund krónur á leik. Skoska úrvalsdeildin á að hefjast í hádeginu næsta laugardag með leik Glasgow Rangers og Falkirk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×