Fótbolti

Zenit vann Ofurbikarinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pavel Pogrebnyak fagnar marki sínu.
Pavel Pogrebnyak fagnar marki sínu.

Zenit frá Pétursborg vann Ofurbikar Evrópu í kvöld en liðið lagði Manchester United að velli 2-1 í Mónakó. Í þessum árlega leik mætast sigurvegararnir úr Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarnum.

Pavel Pogrebnyak skoraði fyrra mark Zenit eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Danny bætti síðan öðru marki við í seinni hálfleiknum en það var sérlega glæsilegt.

Á 72. mínútu minnkaði varnarmaðurinn Nemanja Vidic muninn fyrir Englandsmeistarana þegar hann skoraði af stuttu færi í kjölfar hornspyrnu.

United reyndi ólíklegustu brögð til að reyna að jafna og kom Paul Scholes boltanum í netið með hendinni undir lok leiksins. Hann fékk gult spjald fyrir þá tilraun sína og var það hans annað spjald og þar með rautt. Þar með er ljóst að Scholes verður í leikbanni gegn Villareal í Meistaradeildinni.

Byrjunarlið kvöldsins:

Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Anderson, Scholes, Nani, Rooney, Tevez.

Zenit St Petersburg: Malafeev, Krizanac, Aniukov, Puygrenier, Sirl, Zyryanov, Danny, Denisov, Tymoschuk, Pogrebniak, Dominguez.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×