Innlent

Uppskeruhátíð Bjarnarins í sundlaug Grafarvogs

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Valgarður Gíslason

Skautafélagið Björninn heldur um þessar mundir uppskeruhátíð í húsnæði sundlaugar Grafarvogs.

Að sögn Hafliða Halldórssonar forstöðumanns, sem staddur er á staðnum og hefur umsjón með hátíðinni, er það ekki óalgengt að íþróttafélög leigi húsnæði sundlaugarinnar undir uppákomur. Skilyrði sé þó að einhver eftirlitsaðili sé á staðnum til að hafa eftirlit með samkomum og segist Hafliði sjálfur hafa boðið sig fram í það.

„Þetta eru stelpur á aldrinum 8 - 12 ára sem eru að fagna vertíðarlokum en skautavertíðinni var að ljúka. Ég er sjálfur í foreldrafélaginu og bauð mig fram til að starfa hér ókeypis og er með sundlaugarvörð með mér," sagði Hafliði og mátti glöggt heyra glaum og gleði í bakgrunninum. Vegfarandi hafði samband við fréttastofuna og lét vita af því að þótt sundlaugin væri lokuð mætti glöggt heyra til mannaferða þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×