AGS: Mun meira skorið niður í næstu fjárlögum 18. desember 2008 12:03 Ákvörðun um það hvort taka eigi upp evruna er ekki aðalatriði í því sem Ísland þarf að takast á við á þessu augnabliki. Þetta kom fram í máli Poul Thomsen, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á fundi með blaðamönnum í utanríkisráðuneytinu í dag. Thomsen sagðist vita til þess að umræðan um framtíðargjaldmiðil færi fram en það væri ekki aðal viðfangsefni núna heldur að fást við fjárlögin. Thomsen segir að niðurskurður í núverandi fjárlögum sé hóflegur, en fyrir 2010 verði hann mun meiri. Kostnaðurinn við að endurreisa bankakerfið og endurfjármagna Seðlabankann sé á bilinu 85 til 90 prósent af landsframleiðslu sem sé mjög hátt hlutfall. Hins vegar sé um 60 prósent af þeim kostnaði innlendur og þess vegna hvíli endurreisnin mest á því að taka til heimafyrir. Thomsen sagði að áætlun Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gengi vel. Árangurinn mætti þakka bæði þeim gjaldeyrishöftum sem lögð hefðu verið á og aðhaldssamri peningamálastefnu með háum vöxtum. Hann teldi að búið væri að ná pólitískri samstöðu um að þessi niðurskurður ætti sér stað, en það ætti eftir að fara betur yfir hvernig sá niðurskurður yrði í framkvæmd. Ekki væri æskilegt að skera of mikið niður fyrir árið 2009. Það myndi auka enn frekar á kreppuna. Hins vegar þyrfti að skera niður á fjárlögum árið 2010. Thomsen sagði að hann væri ekki í neinum vafa um það að Íslendingar gætu staðið við skuldbindingar vegna lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar að gjaldmiðillinn væri orðinn starfhæfur. Tengdar fréttir AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18. desember 2008 10:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif afnáms samnýtingar skattþrepa Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Ákvörðun um það hvort taka eigi upp evruna er ekki aðalatriði í því sem Ísland þarf að takast á við á þessu augnabliki. Þetta kom fram í máli Poul Thomsen, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á fundi með blaðamönnum í utanríkisráðuneytinu í dag. Thomsen sagðist vita til þess að umræðan um framtíðargjaldmiðil færi fram en það væri ekki aðal viðfangsefni núna heldur að fást við fjárlögin. Thomsen segir að niðurskurður í núverandi fjárlögum sé hóflegur, en fyrir 2010 verði hann mun meiri. Kostnaðurinn við að endurreisa bankakerfið og endurfjármagna Seðlabankann sé á bilinu 85 til 90 prósent af landsframleiðslu sem sé mjög hátt hlutfall. Hins vegar sé um 60 prósent af þeim kostnaði innlendur og þess vegna hvíli endurreisnin mest á því að taka til heimafyrir. Thomsen sagði að áætlun Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gengi vel. Árangurinn mætti þakka bæði þeim gjaldeyrishöftum sem lögð hefðu verið á og aðhaldssamri peningamálastefnu með háum vöxtum. Hann teldi að búið væri að ná pólitískri samstöðu um að þessi niðurskurður ætti sér stað, en það ætti eftir að fara betur yfir hvernig sá niðurskurður yrði í framkvæmd. Ekki væri æskilegt að skera of mikið niður fyrir árið 2009. Það myndi auka enn frekar á kreppuna. Hins vegar þyrfti að skera niður á fjárlögum árið 2010. Thomsen sagði að hann væri ekki í neinum vafa um það að Íslendingar gætu staðið við skuldbindingar vegna lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar að gjaldmiðillinn væri orðinn starfhæfur.
Tengdar fréttir AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18. desember 2008 10:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif afnáms samnýtingar skattþrepa Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18. desember 2008 10:27