Bayer Leverkusen mistókst að koma sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Karlsruhe á útivelli.
Leverkusen er nú með 25 stig og er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og topplið Hoffenheim sem á leik til góða.
Leverkusen var ekki nema 24 mínútur að komast í 3-0 í dag með mörkum Patrick Helmes, Stefan Kiessling og Michael Kadlec. En heimamenn náðu að jafna metin með mörkum Antonio da Silva, Tim Sebastian og Alexander Iashvili en síðasta markið kom á 76. mínútu leiksins.
Hamburg kom sér upp í þriðja sæti deildarinnar með 2-1 sigri á Dortmund.
Nýliðar Hoffenheim geta því komið sér í þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar á morgun með sigri á Herthu Berlín á útivelli. Bayern München er nú í fjórða sæti en getur endurheimt þrijða sætið með sigri á Schalke á útivelli.