Innlent

Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli

Hátt í 700 manns komu saman til friðsamlegra mótmæla á Austurvelli í dag. Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir mótmælafundinum og var Hörður Torfason, einn af talsmönnum samtakanna, afar ánægður hvernig til tókst. Stemmning hafi verið góð og mikill hugur í fólki.

Ræðumenn voru Ragnhildur Sigurðardóttir, sagnfræðingur, og Björn Þorsteinsson, heimsspekingur. Ragnhildur sagði að landsmenn hafi verið rændir eignir sínum. Björn sagði mikilvægt að komið yrði í veg fyrir að fjármagnið, fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn kæfðu það ástand sem nú væri að skapast og kallaði á breytingar.

Næsti fundur verður haldinn að viku liðinni klukkan 15 á Austurvelli. Hörður segir að Raddir fólksins séu hvergi nærri hætt baráttu sinni og krefjast sem fyrr kosninga, að yfirstjórn Seðlabankans víki sem og Fjármálaeftirlitsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×