Fótbolti

100. landsleikur Henke framundan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Larsson í leik með Manchester United.
Henrik Larsson í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Henrik Larsson var í dag valinn í sænska landsliðið sem mætir Albaníu í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2010.

Ef hann fær að spila verður það hans 100. landsleikur á ferlinum. Hann spilaði fyrst með landsliðinu árið 1993 en fjórir aðrir Svíar hafa náð 100 landsleikjum - Thomas Ravelli, Roland Nilsson, Björn Nordqvist og Niclas Alexandersson.

Þrír leikmenn eru fjarverandi vegna meiðsla. Þeir Rami Shaaban, Erik Edman og Johan Elmander.

Þá hélt Christian Wilhelmsson sæti sínu í landsliðinu en hann gekk nýverið til liðs við Al-Hilal í Sádí-Arabíu.

Hópurinn er annars þannig skipaður:

Markverðir:

Andreas Isaksson (PSV)

Johan Wiland (Elfsborg)

Aðrir leikmenn:

Andreas Granqvist (Groningen)

Petter Hansson (Stade Rennais)

Daniel Majstorovic (AEK)

Olof Mellberg (Juventus)

Mikael Nilsson (Panathinaikos)

Max von Schlebrügge (Bröndby)

Fredrik Stoor (Fulham)

Oscar Wendt (FCK)

Daniel Andersson (Malmö)

Marcus Berg (Groningen)

Viktor Elm (Kalmar)

Samuel Holmen (Bröndby)

Zlatan Ibrahimovic (Inter)

Kim Källstrom (Lyon)

Henrik Larsson  (Helsingborg)

Sebastian Larsson (Birmingham)

Tobias Linderoth (Galatasaray)

Markus Rosenberg (Werder Bremen)

Anders Svensson (Elfsborg)

Christian Wilhelmsson (Al-Hilal)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×