Fótbolti

Norski landsliðshópurinn tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Carew er á sínum stað í norska landsliðshópnum. Hér berst hann um boltann við Ívar Ingimarsson sem er hættur að spila með íslenska landsliðinu.
John Carew er á sínum stað í norska landsliðshópnum. Hér berst hann um boltann við Ívar Ingimarsson sem er hættur að spila með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi þann 6. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2010.

Leikurinn fer fram á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Ellefu leikmenn í hópnum leika með norskum liðum en alls valdi Hareide 21 leikmann í landsliðshópinn.

Steffen Iversen var valinn í hópinn á nýjan leik en hann var sendur heim fyrir vináttulandsleik Noregs og Írlands fyrr í mánuðinum fyrir að brjóta reglur liðsins.

Hópurinn:

Markverðir:

Rune Almenning Jarstein (Rosenborg)

Jon Knudsen (Stabæk)

Håkon Opdal (Brann)

Aðrir leikmenn:

Mohammed Abdellaoue (Vålerenga)

Martin Andresen (Vålerenga)

John Carew (Aston Villa)

Christian Grindheim (Heerenveen)

Brede Hangeland (Fulham)

Thorstein Helstad (Le Mans)

Daniel Fredheim Holm (Vålerenga)

Kristofer Hæstad (Vålerenga)

Tom Høgli (Tromsø)

Atle Roar Håland (Odense)

Steffen Iversen (Rosenborg)

Erik Nevland (Fulham)

Morten Gamst Pedersen (Blackburn)

Tore Reginiussen (Tromsø)

John Arne Riise (Roma)

Morten Morisbak Skjønsberg (Stabæk)

Fredrik Strømstad (Le Mans)

Fredrik Winsnes (Strømsgodset)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×