Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu 9. september 2008 23:19 MYND/GVA Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. Töluverð umræða skapaðist um þetta úrræði í síðasta mánuði í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni lögreglu um að maður, sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í þrjú ár, yrði úrskurðaður í áframhaldandi nálgunarbann. Hafði hann verið í sex mánaða nálgunarbanni og fór lögregla fram á þriggja mánaða bann til viðbótar. Fram kom í Fréttablaðinu skömmu fyrir mánaðamót að allir nefndarmenn í allsherjarnefnd væru jákvæðir gagnvart því að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu eins og lögregla hefur talað fyrir. Í nefndaráliti vegna frumvarpsins sem skilað var í dag kemur hins vegar fram að ,,að vandlega athuguðu máli telur meiri hlutinn ekki rétt að fara þá leið að svo búnu og álítur að fyrst þurfi að fara fram ítarleg skoðun á kostum þess og göllum að ráðast í flutning á forræði í nálgunarbannsmálum frá dómstólum til lögreglu. Meiri hlutinn bendir í því sambandi á að slík skoðun þurfi m.a. að fela í sér samanburð við nágrannalönd Íslands, einkum Noreg og Svíþjóð, og yfirlit yfir framkvæmd nálgunarbannsúrræðisins hér á landi til þessa, bæði framkvæmd lögreglu og dómaframkvæmd," segir í nefndarálitinu.Reynsla nágranna af austurrísku leiðinni verði metin Meirihluti allsherjarnefndar leggur þó áherslu á að úrræðið verði virkara en verið hefur til þessa og leggur í því skyni fram breytingartillögur á frumvarpinu. Meirihlutinn leggur til að nægilegt verði að ástæða sé til staðar til að óttast afbrot eða að friði verði raskað, en ekki „rökstudd ástæða" eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá leggur meirihlutinn til að sá frestur sem lögreglu er ætlaður til að taka afstöðu til beiðni um nálgunarbann verði styttur úr tveimur vikum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, í þrjá daga. Þá kemur fram í nefndarálitinu að nefndin hafi einnig rætt svokallaða „austurríska leið" sem felist í því að heimilt sé að vísa manni af heimili sínu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. ,,Í því sambandi tekur meiri hlutinn fram að hér er um að ræða annað úrræði en nálgunarbann og umræða um það mál er mun skemmra á veg komin en nálgunarbannsumræðan. Meiri hlutinn beinir því hins vegar til dómsmálaráðuneytis að reynslan af því fyrirkomulagi í nágrannalöndunum verði könnuð og metið hvernig þetta úrræði falli að íslensku réttarfari. Meiri hlutinn óskar eftir því að afrakstur þessarar vinnu verði kynntur henni þegar niðurstöður liggja fyrir," segir einnig í nefndarálitinu. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. Töluverð umræða skapaðist um þetta úrræði í síðasta mánuði í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni lögreglu um að maður, sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í þrjú ár, yrði úrskurðaður í áframhaldandi nálgunarbann. Hafði hann verið í sex mánaða nálgunarbanni og fór lögregla fram á þriggja mánaða bann til viðbótar. Fram kom í Fréttablaðinu skömmu fyrir mánaðamót að allir nefndarmenn í allsherjarnefnd væru jákvæðir gagnvart því að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu eins og lögregla hefur talað fyrir. Í nefndaráliti vegna frumvarpsins sem skilað var í dag kemur hins vegar fram að ,,að vandlega athuguðu máli telur meiri hlutinn ekki rétt að fara þá leið að svo búnu og álítur að fyrst þurfi að fara fram ítarleg skoðun á kostum þess og göllum að ráðast í flutning á forræði í nálgunarbannsmálum frá dómstólum til lögreglu. Meiri hlutinn bendir í því sambandi á að slík skoðun þurfi m.a. að fela í sér samanburð við nágrannalönd Íslands, einkum Noreg og Svíþjóð, og yfirlit yfir framkvæmd nálgunarbannsúrræðisins hér á landi til þessa, bæði framkvæmd lögreglu og dómaframkvæmd," segir í nefndarálitinu.Reynsla nágranna af austurrísku leiðinni verði metin Meirihluti allsherjarnefndar leggur þó áherslu á að úrræðið verði virkara en verið hefur til þessa og leggur í því skyni fram breytingartillögur á frumvarpinu. Meirihlutinn leggur til að nægilegt verði að ástæða sé til staðar til að óttast afbrot eða að friði verði raskað, en ekki „rökstudd ástæða" eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá leggur meirihlutinn til að sá frestur sem lögreglu er ætlaður til að taka afstöðu til beiðni um nálgunarbann verði styttur úr tveimur vikum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, í þrjá daga. Þá kemur fram í nefndarálitinu að nefndin hafi einnig rætt svokallaða „austurríska leið" sem felist í því að heimilt sé að vísa manni af heimili sínu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. ,,Í því sambandi tekur meiri hlutinn fram að hér er um að ræða annað úrræði en nálgunarbann og umræða um það mál er mun skemmra á veg komin en nálgunarbannsumræðan. Meiri hlutinn beinir því hins vegar til dómsmálaráðuneytis að reynslan af því fyrirkomulagi í nágrannalöndunum verði könnuð og metið hvernig þetta úrræði falli að íslensku réttarfari. Meiri hlutinn óskar eftir því að afrakstur þessarar vinnu verði kynntur henni þegar niðurstöður liggja fyrir," segir einnig í nefndarálitinu.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira