Innlent

Árbæjarlaug lokuð um miðjan dag

Lokað er í Árbæjarlaug frá tólf til hálf fimm í dag vegna starfsdags. Laugin verður þá opnuð aftur og verður opin til hálfellefu.

Forsvarsmenn ÍTR segja ekkert óvenjulegt við að loka sundlaugum í Reykjavík einu sinni á ári vegna viðhalds, funda og fræðslunámskeiða fyrir starfsfólk. Þeir segja starfsdaga viðgangast á öllum vinnustöðum á vegum hins opinbera fyrir utan sjúkrahús.

Oft sé um stóra vinnustaði að ræða þar sem fjöldi manns starfi og óhjákvæmilegt sé að ná starfsfólkinu saman nema loka laugum um tiltekinn tíma. Allar aðrar laugar í Reykjavík verða opnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×