Maria Sharapova frá Rússlandi getur ekki tekið þátt í tenniskeppni Ólympíuleikanna vegna meiðsla í öxl. Sharapova er í þriðja sæti á heimslista kvenna.
Hún var að keppa í Kanada í gær og kvartaði þar undan meiðslum. Eftir læknisskoðun var ljóst að hún gæti ekki keppt í Peking.
Sharapova er 21. árs og er tekjuhæsta íþróttakona heims.