Erlent

Maður grunaður um að dreifa militisbrandi tók eigið líf

Þinghúsið í Washington. MYND/AFP
Þinghúsið í Washington. MYND/AFP

Talið er að vísindamaður sem grunaður var um að hafa átt aðild að því að miltisbrandi var dreift í pósti í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hafi svipt sig lífi.

Maðurinn hét Bruce Ivans og var bandarískur örverufræðingur sem hafði aðstoðað bandaríksku Alríkislögregluna við að rannsaka umslög sem innihéldu miltisbrand.

Netútgáfa New York Times greinir frá því að til hafi staðið að ákæra Ivans fyrir aðild að miltisbrandi var dreift í pósti haustið 2001. Umslög voru meðal annars send í þinghúsið í Washington og til fjölmiðla í New York og Flórída.

Fimm létust og 17 veiktust eftir að hafa komist í nánd við miltisbrandinn.

Talið er að hinn 62 ára gamli vans hafi svipt sig lífi með því að innbyrða of stóran skammt af verkjalyfjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×