Kærður fyrir að stela yfir 30 líkkistum af Fóstbróður sínum Breki Logason skrifar 28. maí 2008 13:49 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri. Eyþór Eðvarðsson, fyrrverandi útfararstjóri, hefur kært Rúnar Geirmundsson, formann Félags útfararstjóra, fyrir stuld á yfir þrjátíu líkkistum. Kisturnar hurfu úr geymslu og fundust síðan hjá Rúnari. Verðmæti kistanna er um fjórar milljónir. Rúnar segist hafa keypt þær af öðrum manni sem sagðist eiga þær og hefur einnig kært Eyþór til lögreglu. „Ég hef kært hann og málið er mjög einfalt fyrir mér. Kisturnar hurfu þar sem þær voru í geymslu og fundust síðan hjá honum," segir Eyþór sem er fluttur erlendis og því hættur í útfararþjónustunni hér á landi. Að sögn Eyþórs voru kisturnar í geymslu í húsnæði sem hann átti áður en var búinn að selja. Í síðustu heimsókn Eyþórs hingað til lands áttaði hann sig á því að kisturnar voru horfnar. Hann byrjaði þá að ræða við þá fáu aðila sem eru í útfararþjónustubransanum hér á landi en enginn kannaðist við neitt. Eyþór hafði m.a annars samband við Rúnar sem hann þekkir mjög vel enda fyrrverandi kollegar og kórfélagar úr karlakórnum Fóstbræðrum. „Hann kannaðist ekki við neitt og var búinn að sverja þetta af sér nokkrum sinnum," segir Eyþór sem efaðist um að Rúnar væri að segja satt. Hann gerir sér síðan ferð til Rúnars og bankar uppá hjá honum. Þá kemur í ljós að kisturnar sem höfðu horfið úr geymslunni voru hjá Rúnari. Eyþór segir útsöluverð á kistunum vera í kringum fjórar milljónir og því töluverðir fjármunir í húfi. Rúnar hefur skilað þeim kistum sem Eyþór taldi sig eiga. „Hann hafði öll tækifæri til þess að svara fyrir sig í símtölum og ef hann hefur ekkert að fela þá gat hann bara sagt mér satt. Ef ég hefði trúað honum og ekkert gert hefði hann sjálfsagt átt þetta áfram," segir Eyþór. Í samtali við Vísi segir Rúnar atvikið eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég keypti þessar kistur af aðilum sem sögðust eiga þær og taldi mig vera að kaupa þær í góðri trú. Ég kannaði ekkert frekar hvort þeir ættu þessar kistur," segir Rúnar sem þekkti aðilana ekki áður en honum voru boðnar kisturnar. Rúnar ætlaði að kaupa tvær kistur af mönnunum sem komu með þær allar því annars hefðu þær fariið á haugana að hans sögn. „Síðan kemur þessi ágæti maður hann Eyþór og taldi mig hafa keypt þýfi sem mér líkaði ekki. Þegar ég uppgötvaði að það væru einhver áhöld um það hver ætti þessar kistur lét ég þær honum að sjálfsögðu eftir. Ég ætlaði aldrei að valda honum neinum skaða." Aðspurður um hversvegna hann hafi ekki sagt Eyþóri frá kistunum í upphafi segir Rúnar: „Hann spurði mig í fyrsta lagi hvort ég væri að kaupa þýfi og því neitaði ég. Síðan ætlaði ég að bera þetta undir minn lögfræðing þegar ég áttaði mig á því að málið væri komið í hnút." Rúnar kærir Eyþór á móti Rúnar hefur sjálfur kært málið til lögreglunnar vegna þess að hann var plataður til þess að kaupa kistur þar sem eignarhaldið var ekki á hreinu. „Eins hef ég kært Eyþór fyrir framgöngu hans í þessu máli þegar hann kom og sótti kisturnar. Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum." Ómar Smári Ármannsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar staðfesti í samtali við Vísi að kæra Eyþórs hefði borist þeim. Í kærunni kemur fram að kisturnar hafi fundist hjá samkeppnisaðila sem segist hafa keypt þær af ónafngreindum aðila sem hann þekki ekki. Eyþór gerir refsikröfur á hendur Rúnari eða þeim sem kunna að hafa staðið að þjófnaðinum. Ómar segir málið nýkomið inn á borð til sín og nú muni lögreglan skoða málið og reyna að komast að því hvernig kisturnar komust í hendurnar á samkeppnisaðilanum [Rúnari]. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson, fyrrverandi útfararstjóri, hefur kært Rúnar Geirmundsson, formann Félags útfararstjóra, fyrir stuld á yfir þrjátíu líkkistum. Kisturnar hurfu úr geymslu og fundust síðan hjá Rúnari. Verðmæti kistanna er um fjórar milljónir. Rúnar segist hafa keypt þær af öðrum manni sem sagðist eiga þær og hefur einnig kært Eyþór til lögreglu. „Ég hef kært hann og málið er mjög einfalt fyrir mér. Kisturnar hurfu þar sem þær voru í geymslu og fundust síðan hjá honum," segir Eyþór sem er fluttur erlendis og því hættur í útfararþjónustunni hér á landi. Að sögn Eyþórs voru kisturnar í geymslu í húsnæði sem hann átti áður en var búinn að selja. Í síðustu heimsókn Eyþórs hingað til lands áttaði hann sig á því að kisturnar voru horfnar. Hann byrjaði þá að ræða við þá fáu aðila sem eru í útfararþjónustubransanum hér á landi en enginn kannaðist við neitt. Eyþór hafði m.a annars samband við Rúnar sem hann þekkir mjög vel enda fyrrverandi kollegar og kórfélagar úr karlakórnum Fóstbræðrum. „Hann kannaðist ekki við neitt og var búinn að sverja þetta af sér nokkrum sinnum," segir Eyþór sem efaðist um að Rúnar væri að segja satt. Hann gerir sér síðan ferð til Rúnars og bankar uppá hjá honum. Þá kemur í ljós að kisturnar sem höfðu horfið úr geymslunni voru hjá Rúnari. Eyþór segir útsöluverð á kistunum vera í kringum fjórar milljónir og því töluverðir fjármunir í húfi. Rúnar hefur skilað þeim kistum sem Eyþór taldi sig eiga. „Hann hafði öll tækifæri til þess að svara fyrir sig í símtölum og ef hann hefur ekkert að fela þá gat hann bara sagt mér satt. Ef ég hefði trúað honum og ekkert gert hefði hann sjálfsagt átt þetta áfram," segir Eyþór. Í samtali við Vísi segir Rúnar atvikið eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég keypti þessar kistur af aðilum sem sögðust eiga þær og taldi mig vera að kaupa þær í góðri trú. Ég kannaði ekkert frekar hvort þeir ættu þessar kistur," segir Rúnar sem þekkti aðilana ekki áður en honum voru boðnar kisturnar. Rúnar ætlaði að kaupa tvær kistur af mönnunum sem komu með þær allar því annars hefðu þær fariið á haugana að hans sögn. „Síðan kemur þessi ágæti maður hann Eyþór og taldi mig hafa keypt þýfi sem mér líkaði ekki. Þegar ég uppgötvaði að það væru einhver áhöld um það hver ætti þessar kistur lét ég þær honum að sjálfsögðu eftir. Ég ætlaði aldrei að valda honum neinum skaða." Aðspurður um hversvegna hann hafi ekki sagt Eyþóri frá kistunum í upphafi segir Rúnar: „Hann spurði mig í fyrsta lagi hvort ég væri að kaupa þýfi og því neitaði ég. Síðan ætlaði ég að bera þetta undir minn lögfræðing þegar ég áttaði mig á því að málið væri komið í hnút." Rúnar kærir Eyþór á móti Rúnar hefur sjálfur kært málið til lögreglunnar vegna þess að hann var plataður til þess að kaupa kistur þar sem eignarhaldið var ekki á hreinu. „Eins hef ég kært Eyþór fyrir framgöngu hans í þessu máli þegar hann kom og sótti kisturnar. Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum." Ómar Smári Ármannsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar staðfesti í samtali við Vísi að kæra Eyþórs hefði borist þeim. Í kærunni kemur fram að kisturnar hafi fundist hjá samkeppnisaðila sem segist hafa keypt þær af ónafngreindum aðila sem hann þekki ekki. Eyþór gerir refsikröfur á hendur Rúnari eða þeim sem kunna að hafa staðið að þjófnaðinum. Ómar segir málið nýkomið inn á borð til sín og nú muni lögreglan skoða málið og reyna að komast að því hvernig kisturnar komust í hendurnar á samkeppnisaðilanum [Rúnari].
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira