Gautaborgarpósturinn í Svíþjóð fullyrðir í dag að miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson sé á förum fá Gais í sænsku úrvalsdeildinni.
Jóhann hefur mikið verið orðaður við sitt gamla félag Keflavík og hefur Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, þegar lýst því yfir að áhugi sé á að fá leikmanninn á heimaslóðirnar.
Jóhann er á sínu síðasta ári með sænska klúbbnum, en í kjölfar þessara frétta má ætla að hreyfing fari að koma á mál hans á næstunni.