Óvæntur sigur New York Giants Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 09:15 Eli Manning fagnar eftir að Plaxico Burress skoraði sigurmark leiksins í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra. Erlendar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra.
Erlendar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira