Innlent

Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar

Bústaðakirkja.
Bústaðakirkja.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju.

Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk.

Sex ungmenni á menntaskólaaldri voru flutt slysadeild með brunasár í kjölfar gassprengingar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru fjögur þeirra tölvuvert brennd en þó ekki í lífshættu.

Um 70 til 80 björgunarsveitamenn frá fimm björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar aðstoða nú lögreglu við að leita af sér grun um að fleiri unglingar séu slasaðir eftir sprenginu í Gerðunum í Reykjavík.








Tengdar fréttir

Sex ungmenni flutt á slysadeild með brunasár

Sex ungmenni voru fyrir stundu flutt á slysadeild með brunasár eftir að eldur kviknaði að öllum líkindum út frá gasi í litlum skúr í Grundagerði í Reykjavík í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×