Enski boltinn

Aron lék allan leikinn með Coventry

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aron Einar í baráttunni.
Aron Einar í baráttunni.

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann fyrir Coventry sem gerði 1-1 jafntefli gegn Sheffield United.

Mark Coventry kom eftir að varnarmönnum Sheffield mistókst að hreinsa frá langt innkast Arons.

Fleiri leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. Enginn Íslendingur kom við sögu þegar Reading rúllaði yfir Sheffield Wednesday 6-0.

Ívar Ingimarsson missti af leiknum sökum veikinda og þá er Brynjar Björn Gunnarsson ekki búinn að jafna sig fullkomlega af meiðslum.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu fimm mínúturnar fyrir Burnley sem vann Blackpool 2-0 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×