Það var Reykjavíkurslagur í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur og KR mættust í Vodafonehöllinni. KR vann í hörkuleik 70-73 en liðið hafði ellefu stiga forystu í hálfleik.
Candace Futrell skoraði 29 stig fyrir KR og Hildur Sigurðardóttir var með 20 stig. Í liði Vals var Molly Peterman stigahæst með 26 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði 21 stig.
KR er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum minna en topplið Keflavíkur sem á leik inni. Valur hefur 20 stig í fimmta sæti.