Íslenski boltinn

Guðmundur: Keflvíkingum líður vel í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fréttablaðið/Fótbolti.net
Fréttablaðið/Fótbolti.net

Keflvíkingar unnu Skagamenn á útivelli í kvöld 4-1. Þegar þessi lið mættust á Skaganum í fyrra skoraði Bjarni Guðjónsson sögulegt mark.

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, sagði að sínir menn hefðu ekki verið að hugsa um leikinn í fyrra.

„Þetta var fyrst og fremst sætur sigur. Við höfum undanfarin ár ekki verið að gera góða hluti á Skaganum og því virkilega sætt að koma hingað og ná í sigur. En ég er viss um að mörgum stuðningsmönnum Keflavíkur líður rosalega vel í dag," sagði Guðmundur.

Athygli vakti að hjá Skagamönnum var Dario Cingel tekinn af velli í hálfleik. Arnar Gunnlaugsson sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að varnarleikur liðsins væri bara í algjöru rugli.

„Sú vitleysa sem hefur verið í gangi á Skaganum síðasta eina og hálfa árið tekur alveg tvö til þrjú ár að vinda ofan af. Ótrúlegustu menn hafa fengið að sleppa í gegn hjá svona góðum klúbbi og við höfum verið að missa önnur félög langt fram úr okkur. Það er bara óásættanlegt og það verður að taka erfiðar ákvarðanir," sagði Arnar á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×