Innlent

Íslensk kona finnst látin - Var beitt ofbeldi

Andri Ólafsson skrifar

Ræðismaður Íslands í Dóminíska lýðveldinu segist hafa fengið þær upplýsingar að íslensk kona sem fannst látin í landinu á sunnudagskvöld hafi verið beitt ofbeldi.

Konan vann á gistiheimili í Cabareta á norðurströnd landsins og fannst látin á herbergi sínu.

Ræðismaðurinn José Miladeh Jaar segir að stúlkan hafi verið eins konar framkvæmdastjóri á gistiheimilinu þar sem hún vann og bjó. Hún var 29 ára gömul.

Jaar segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bendi verksummerki á herbergi hennar til þess að ofbeldi hafi verið beitt og beinist rannsókn nú að því að finna út hvort konan hafi verið myrt.


Tengdar fréttir

„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“

Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×