Fótbolti

1500 Skotar á leið til landsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nokkrir hressir Skotar í París.
Nokkrir hressir Skotar í París. Nordic Photos / AFP
Það er mikill áhugi meðal stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli þann 10. september næstkomandi.

Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 en fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Noregi ytra laugardaginn 6. september.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að þegar hefur skoska knattspyrnusambandið keypt 1500 miða á leikinn. Einnig að mikil eftirspurn sé eftir miðum meðal Skota.

Miðasala er hafinn á leikinn á miði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×