Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2008 11:30 Guðni Ágústsson er formaður Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. ,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina. ,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni. Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa. Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál." ,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni. Tengdar fréttir Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. ,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina. ,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni. Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa. Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál." ,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni.
Tengdar fréttir Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13
Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00
Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30