Sport

Bolt vann í Brussel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Usain Bolt og Asafa Powell eftir sprettinn í kvöld.
Usain Bolt og Asafa Powell eftir sprettinn í kvöld. Nordic Photos / AFP
Usain Bolt frá Jamaíku vann í kvöld sigur í 100 metra spretthlaupi karla í síðasta gullmóti ársins sem fór fram í Brussel í Belgíu.

Bolt kom í mark á 9,77 sekúndum og var sex hundraðshlutum úr sekúndu á undan landa sínum, Asafa Powell.

Powell var í forystu þar til fimmtán metrar voru eftir en þá náði Bolt að stinga sér fram úr.

Hin átján ára Pamela Jelimo frá Keníu vann sigur í 800 metra hlaupi kvenna og sat því ein um gullpottinn, eina milljón dollara. Hún fékk gullpottinn þar sem hún var eini keppandinn sem vann sína grein á öllum sex gullmótum ársins.

Hástökkvarinn Blanka Vlasic frá Króatíu átti einnig möguleika að vinna gullpottinn í kvöld en hún varð í öðru sæti í hástökki kvenna á eftir Ariane Friedrich frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×