Fótbolti

Veldu mig í landsliðið, pabbi

Van Bommel er hér í baráttu við Marco Materazzi hjá Inter
Van Bommel er hér í baráttu við Marco Materazzi hjá Inter Nordic Photos / Getty Images

Miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá Bayern Munchen gerir sér vonir um að spila með hollenska landsliðinu á ný þegar Marco van Basten lætur af störfum eftir EM í sumar.

Hann hefur ekki gefið kost á sér síðan árið 2006 eftir að honum sinnaðist við Van Basten, en nú er komið nýtt hljóð í kútinn.

Það verður Bert van Marwijk sem tekur við hollenska landsliðinu þann 1. júlí í sumar, en Marwijk er tengdafaðir Van Bommel.

"Það er undir þjálfaranum komið hvort hann velur mig eða ekki, en eftir EM í sumar verður tengdafaðir minn orðinn þjálfari landsliðsins. Það er engin trygging fyrir því að ég fái sæti í liðinu, en ég hef gefið kost á mér," sagði Van Bommel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×