Fótbolti

Belgía vann Ítalíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Belgar fagna sigrinum á Ítalíu.
Belgar fagna sigrinum á Ítalíu.

Belgía og Brasilía komust í dag í undanúrslitin í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Belgar unnu Ítali í hörkuleik á meðan Brasilía lagði Kamerún í framlengdum leik.

Rafael Sobis og Marcelo skoruðu fyrir Brasilíu með stuttu millibili og tryggðu 2-0 sigur.

Belgía vann Ítalíu 3-2. Guiseppe Rossi skoruðu ítölsku mörkin en bæði voru úr vítaspyrnum. Moussa Dembele skoraði tvö mörk fyrir Belga, þar á meðal sigurmarkið á 79. mínútu. Kevin Mirallas skoraði hitt mark Belga.

Brasilía mun í undanúrslitum mæta sigurvegaranum úr leik Argentínu og Hollands sem nú stendur yfir. Þá stendur einnig yfir leikur Nígeríu og Fílabeinsstrandarinnar en sigurvegarinn úr þeim leik mætir Belgíu í undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×