Innlent

Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði

Frá Rauðhellu í Hafnarfirði.
Frá Rauðhellu í Hafnarfirði. MYND/Stöð 2

Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi að Rauðhellu í Hafnarfirði eftir því sem heimildir Vísis herma. Að sögn sjónarvotta kom slökkviliðið fyrst á vettvang.

Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi.

Vísir greinir frá frekari upplýsingum um leið og þær berast. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að senda Vísi póst á netfangið ritstjorn@visir.is.

Myndin sem fylgir þessari frétt er tekin fyrir framan húsnæði BG þjónustunnar. Það skal þó tekið fram að fyrirtækið tengist málinu ekki neitt.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×